Kynbætur og ræktun

/

Kynbætur og ræktun

Á bak við Íslenskt gæðanaut eru íslenskir bændur. Merkið tryggir íslenskan uppruna vörunnar, ræktun og vinnslu og tryggir að þú fáir 100% íslenskt kjöt.

Íslenskt gæðanaut er ræktað við sömu, góðu aðstæður og önnur íslensk matvæli. Hreint vatn og heilnæmt fóður tryggir bragðgæði eins og best verður á kosið.

Íslensk kjötframleiðsla er í sérflokki í heiminum hvað varðar litla notkun sýklalyfja. Sú staðreynd, ásamt markvissu þróunar- og ræktunarstarfi undanfarin áratug, skilar neytendum heilbrigðara kjöti og meiri gæðum.

 

Íslenskt gæðanaut er próteinrík fæða, full af járni og öðrum steinefnum sem eru nauðsynleg undirstaða heilbrigðs mataræðis.

Nautgripir voru aðalbúfénaður landnámsmanna fyrr á öldum.

 

Kynbætur hófust um aldamótin 1800 en ekki eru til staðfestar skýrslur um árangur af þeim.

 

 

Galloway-kyn var fyrst skráð 1933 og enn eru til blendingar frá þeim tíma.

Nautgriparækt á Íslandi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og árið 2017 voru fluttir inn fósturvísar af Aberdeen Angus-kyni frá Noregi. Framleiðsla nautakjöts hefur lengst af verið aukaafurð mjólkurframleiðslunnar, en aukning hefur orðið í ræktun holdagripa.